Ég er búin að venjast því að hafa nær engin gluggatjöld. Finnst yndislegt að leyfa gömlu fallegu gluggunum mínum að njóta sín. Hleypa inn birtu og síbreytilegri umhverfislist. Nágrannar mínir, sem eiga eldhúsglugga gegnt mínum eldhúsglugga, eru ungt par með lítið barn (venjulega á bakinu). Held þau séu indjánar. En, sumsé, þegar ég flutti inn þá voru þau ekki með gardínur hjá sér, frekar en ég hjá mér. Ég og indjánafjölskyldan horfðumst í augu yfir sjéríosinu á morgnana. Við vöskuðum upp saman. Allt var í gúddí fílíng.
En...ég var ekki búin að búa hér lengi þegar indjánafjölskyldan hafði komið sér upp rammgerðum gluggatjöldum fyrir eldhúsgluggann. Gætu verið myrkvunartjöld (af þykkustu sort).
Hef velt því fyrir mér hvort nágrannarnir séu svona viðkvæmir fyrir nekt. Eða smekklegum fórnarathöfnum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli