föstudagur, maí 12, 2006

Allt sem er gult, gult, finnst mér vera fallegt...

Viðkvæmir lesi ekki lengra en hingað. Já, STOPP sagði ég.

Var að koma úr Bónus. Við frystinn fékk ég óstöðvandi nefrennsli, svona lapþunnt úr annarri nösinni. Hélt fyrir nefið og strunsaði að tissjú-rekka, reif þar upp pakkningu og svo gott sem kláraði hana á staðnum.

Rennslið var gult. Bónusgult. Getsvosvariða.

Beið lengi skelfd eftir að úr hinni nösinni færi að streyma líka. Bleikt.

(Skyldi hvefið vera að hefna sín af því að ég talaði illa um það?)

Engin ummæli: