fimmtudagur, maí 11, 2006

Söööönnnudaaags-baunarblúúús...noooo mooore...

DADDADADAMM! Úrslit. Dómnefnd lá yfir fantagóðum tillögum og frábærum hugmyndum. Samtals bárust um 50 tillögur frá 10 keppendum - Útifríki, Kalla, Elínu, Ástu, Geir, Krúttu, Lindu, Hugskoti, Gesti og Bala. Hugmyndirnar báru hjartalagi ykkar fagurt vitni. We are impressed. We are moved. We are amused.

Vinningstillagan er skemmtileg, praktísk og algerlega framkvæmanleg. Hún hljóðar svo:

"Annars er mín tillaga að þú rífir einhverja(r) af þessum einhleypu bloggstelpum, sem þurfa greinilega stundum hressingar við, og farið saman á vel valið kaffihús síðdegis á sunnudegi. Þar getið þið talað t.d. bæði vel og illa um karlmenn og sötrað kaffi eða jafnvel léttvín. Svo ef þetta vekur blússandi lukku getið þið bara skellt þessu í kæruleysi og fengið ykkur kvöldmat til að þurfa ekki að elda."

Ég á reyndar eftir að fínpússa hugmyndina örlítið, en mun við næsta tækifæri tilkynna stað og stund fyrir bloggara, þ.e. þá sem hug hafa á að hittast og spjalla síðdegis á sunnudegi. Og ég held, sveimérþá, að það séu ekki bara bloggstelpur sem þurfi hressingar við, við og við;)

Vinningshafi er Kalli. Til hamingju Kalli! *klappklappklapp* Fyrsta skref til að vitja vinningsins er að senda mér póst í elisabetar@simnet.is

Þakka ykkur öllum fyrir frábærar hugmyndir - þið eruð best:)

Engin ummæli: