sunnudagur, maí 07, 2006

Nú getið þið grætt á baunarblús elskurnar

Hvað á maður að gera á sunnudögum þegar börnin eru farin til pabba síns og mann langar bara að breiða sængina upp fyrir haus - yfir tómleikann og sjálfan sig? Allt svo hljótt í íbúðinni og maður þarf ekki einu sinni að rífast í krökkunum til að komast að í tölvunni. Heil barnlaus vika framundan...

Og deit-gaurinn farinn út í sveit. Ó mig arma.

Tillögur? Einhver?

Þar sem þetta eru aðstæður sem ég lendi í aðra hverja viku hef ég ákveðið að veita verðlaun fyrir bestu tillöguna. Svo þið leggið ykkur virkilega fram. Verðlaunin eru vegleg, eða eitt stykki rauðvínsflaska. Príma vín.

Hvað er hægt að gera skemmtilegt á sunnudögum til að hrinda frá sér blúsnum? Koma svo!

Engin ummæli: