mánudagur, maí 22, 2006

Pipar og piparkerlan ég

Féll fyrir auvirðilegri brellu auðvaldsins í dag. Fór í Fylgifiska og keypti þar öndvegis fisk. Spurði lipra afgreiðslukonu um heilan pipar og lét pranga inn á mig lífrænum Maldon piparkornum (handtíndum sunnarlega í ekrunni). Þessi svarti pipar kostaði hvítuna úr augunum. Gæti trúað að stykkjaverðið væri um 100 kr. per korn.

Ó, ég er svo veiklunduð stundum...

Engin ummæli: