miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Að ná ekki upp í að vera leiðinlegur

Síðdegis teygði ég makindalega úr mér í heita pottinum, lygndi aftur augunum og lét daginn seytla út í klórmengað vatnið. Við hlið mér settust stutta stund tveir 11-12 ára guttar og spjölluðu saman. Það litla brot sem ég heyrði var einhvern veginn svona.

Hrokkinkollur: Hei, tölum um alla leiðinlegu strákana í bekknum.
Ljóski: Já, kúl. Eins og Gunni.
Hrokkinkollur: Nei, hann er bara gaur sem er til.

Þetta fannst mér merkilegt. Þarna voru þeir að ræða um bekkjarfélaga sem náði ekki einu sinni upp í þá stöðu að teljast með "leiðinlegu strákunum". Ég fann sárt til með Gunna og vona svo sannarlega að eftirmæli mín verði ekki:

Beta. Bara kona sem var til.

Engin ummæli: