búinn. Mikið eru 10-11 ára strákar skemmtilegt fólk. Farið var í pakkaleik og spurningakeppni sem bræðurnir stjórnuðu af röggsemi. Ótrúlegt hvað þessir pjakkar vita margt. Liðin fræknu gátu svarað næstum öllum spurningunum. Vissu þó ekki svarið við þessari: Hvað heitir höfuðborg Færeyja? (svar: Helsinki). En þeir vissu hver var ríkasti maður heims, hvernig táknið fyrir "óendanlegt" er, hvert er fyrsta boðorðið og hvaða fyrirtæki framleiðir X-box. Hraðaspurningum, bjölluspurningum og vísbendingaspurningum var bombarderað á liðin og ekki stóð á svörum. Held bara að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni með svona áhöfn um borð. O nei.
Á morgun er annar í afmæli. Þá kemur stórfjölskyldan og fleiri góðir vinir. Gaman. En engin spurningakeppni verður í boði, bara kaffi og meððí. O sei sei já.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli