mánudagur, febrúar 13, 2006

Fór í sund

og synti minn kílómetra. Segi þetta drýgindalega, en sannleikurinn er sá að ég hef ekki farið í sund síðan ég flutti í næsta hús við Laugardalslaugina (rúmir 3 mánuðir síðan).

Sem ég synti, hugsaði ég um nothæfar pikköpplínur. Svona ef ég skyldi nú einhvern tímann fara út úr húsi á ný. Fann upp þessar:

1. Hæ, ertu búinn að fara í ófrjósemisaðgerð?
2. Hvað kanntu mörg orð í klingonsku?
3. Ertu fýlupúki?
4. Má bjóða þér í glas?
5. Hver er kærasta minning þín um Kákasusgerilinn?
6. Hvar varstu þegar forseti Bandaríkjanna var skotinn? (nei, ég var nú reyndar ekki að tala um Lincoln)

Endilega bætið í safnið, ef þið lumið á nothæfum línum fyrir dömur eins og mig. Segið mér líka ef einhver þarna er alveg vonlaus.

Engin ummæli: