laugardagur, febrúar 04, 2006

Beta skilur ekki baun

1. Af hverju verður rauðkál blátt þegar maður lætur renna á það vatn?
2. Af hverju býr fólk til tölvuvírusa og orma?
3. Hver er tilgangurinn með feimni?
4. Af hverju er leiðinleg lykt úr naflanum?
5. Til hvers eru framsóknarmenn?
6. Hví er kampavín svo gott?
7. Af hverju æsir fólk sig svona yfir handbolta?
8. Hvers vegna er Héðinn ekki búinn að kenna mér brjóstaleikinn "stífar hendur"?
9. Skák er hundgamall leikur byggður á hernaðarlist (karlar að berjast). Af hverju er drottningin þá sterkasti taflmaðurinn?
10. Af hverju er mismunandi konuhnepping og karlahnepping (tölurnar ýmist hægra eða vinstra megin á flíkinni)?

Engin ummæli: