mánudagur, febrúar 13, 2006

Leiðinlegasta

samskiptaform í heimi, og jafnframt það óheppilegasta, er að vera fúll og sprengja þann sem fýlan beinist að (og alla í kring) í loft upp.

Næst leiðinlegasta samskiptaform í heimi er að fara í fýlu. Þá lætur fýlugeri (fýluberi) sem fýluþegi sé ekki til. Svínvirkar í barnauppeldi, er mér sagt, en ég hef aldrei verið nógu tjáningarheft eða þolinmóð til að beita þessari aðferð. Nota frekar ítölsku aðferðina og æpi úr mér ólundina með handapati. Skelli nokkrum hurðum. Búið mál.

Mér leiðast fýlupúkar.

Engin ummæli: