föstudagur, febrúar 10, 2006

Berdreymin?

Stundum er ég vísindamaður og vísa öllu húmbúkki á bug. Stundum efast ég um raunheiminn og trúi á drauma.

Í fyrrinótt dreymdi mig sterkan draum um bróður minn og mikið af ljótu illgresi sem stóð uppúr malbiki. Ég reyndi að toga svera arfastönglana upp úr jörðinni, en þá hreyfðist malbikslagið allt með. Bróðir minn stóð þögull hjá.

Fletti áðan upp þessum táknum.

Ráðning draumsins
Nafn bróður míns: Fyrirboði ósættis.
Illgresi: Fyrirboði brostinna vona.

Og nú er ég að fara til tannlæknis því ég er með tannpínu. Legg ekki meira á ykkur elskurnar mínar.

Engin ummæli: