þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Kurteisishorn baunar

1. Ekki hrækja á götuna og ekki á fólk
2. Heilsaðu fólki hressilega, ekki hvað síst luntalegu afgreiðslufólki
3. Ekki sprengja vatnsblöðrur innanhúss
4. Ef þú gerir mistök, játaðu þau vafningalaust og biddu afsökunar
5. Ekki svara í farsímann þinn í leikhúsi eða bíói
6. Ef einhver biður þig fyrirgefningar, bregstu þá við því
7. Ekki kippa stólum undan gigtveikum konum
8. Niður með Landsvirkjun og stóriðjuframkvæmdir
9. Láttu þér þykja vænt um samferðamenn þína
10. Ekki bora í nefið innan um annað fólk

Engin ummæli: