Stundum getur verið gott að hugsa. Og stundum leiðist manni hreinlega inni í sínum eigin haus og vill gjarnan tengja sig við annað höfuð.
Stundum hugsa ég um öll mistökin sem ég hef gert. Oft hef ég t.d. keypt allt of stórar buxur af því að ég hafði einu sinni svo feita sjálfsmynd. Hef samt aldrei verið feit. Þekki eina akfeita konu sem hefur mjóa sjálfsmynd, henni finnst hún í eðlilegum holdum en öllum öðrum finnst hún hrikalega feit. Spes.
Önnur mistök, nýleg, eru að kaupa tvo diska með tónlistarmanni sem ég vissi ekkert um. Mér leist bara svo ágætlega á nafnið, það minnti mig á eitthvað sem ég hafði séð hjá Ástu dóttur minni, sem hefur frábæran tónlistarsmekk. David Grey. Hundleiðinlegir diskar. Langar ykkur í þá? Kom á daginn að diskurinn sem ég hafði séð hjá Ástu var með Green Day. David Grey - Green Day - er nema von maður ruglist?
Vissuð þið að amöbur, frumstæðir einfrumungar, læra að forðast óþægilegt áreiti - þ.e. þær læra af mistökum sínum. Ég hef undanfarið gert sömu mistökin aftur og aftur. Samt er ég fjölfrumungur. En nú er ég búin að læra að forðast sumt af því sem er vont fyrir mig. Loksins.
Þetta sannar að ég er ekki komin af öpum, heldur amöbum.
miðvikudagur, febrúar 22, 2006
þriðjudagur, febrúar 21, 2006
Kurteisishorn baunar
1. Ekki hrækja á götuna og ekki á fólk
2. Heilsaðu fólki hressilega, ekki hvað síst luntalegu afgreiðslufólki
3. Ekki sprengja vatnsblöðrur innanhúss
4. Ef þú gerir mistök, játaðu þau vafningalaust og biddu afsökunar
5. Ekki svara í farsímann þinn í leikhúsi eða bíói
6. Ef einhver biður þig fyrirgefningar, bregstu þá við því
7. Ekki kippa stólum undan gigtveikum konum
8. Niður með Landsvirkjun og stóriðjuframkvæmdir
9. Láttu þér þykja vænt um samferðamenn þína
10. Ekki bora í nefið innan um annað fólk
2. Heilsaðu fólki hressilega, ekki hvað síst luntalegu afgreiðslufólki
3. Ekki sprengja vatnsblöðrur innanhúss
4. Ef þú gerir mistök, játaðu þau vafningalaust og biddu afsökunar
5. Ekki svara í farsímann þinn í leikhúsi eða bíói
6. Ef einhver biður þig fyrirgefningar, bregstu þá við því
7. Ekki kippa stólum undan gigtveikum konum
8. Niður með Landsvirkjun og stóriðjuframkvæmdir
9. Láttu þér þykja vænt um samferðamenn þína
10. Ekki bora í nefið innan um annað fólk
mánudagur, febrúar 20, 2006
Silvía og silfurskotturnar
Meindýraeyðirinn mætti með gula brúsann sinn í morgun, krúttlegur kall, um eða yfir sjötugt. Hann var fremur málgefinn, e.t.v. var hann einmana. Meindýraeyðirinn fræddi mig um silfurskottur, ég veit nú að:
- þær fjölga sér ekki ört, verpa um 50 eggjum á ári og éta helminginn
- geta náð 7 ára aldri
- éta grásveppi og leggjast ekki í matvæli
Auk þess tjáði meindýraeyðirinn mér að hann hefði haldið með þessari fjörugu stúlku, henni Silvíu, en sagðist óttast að þessir tveir skuggalegu menn sem voru með henni væru í dópi. Og hafi slæm áhrif á stúlkuna. Hann tiltók, máli sínu til stuðnings, að annar þessara manna hefði alltaf verið að hringja í Silvíu þegar hún var í viðtali í Kastljósinu, hún hefði hreinlega ekki fengið nokkurn frið. Áhyggjur af velferð Silvíu í þessum vafasama félagsskap virtust leggjast nokkuð þungt á gamla manninn. Mér rann það til rifja, en samt ekki nóg til að segja honum að Silvía væri bara Ágústa í búningi. Hvaða máli skiptir það svosem? Maður má nú velja sér áhyggjuefnin. Eða velja þau mann?
- þær fjölga sér ekki ört, verpa um 50 eggjum á ári og éta helminginn
- geta náð 7 ára aldri
- éta grásveppi og leggjast ekki í matvæli
Auk þess tjáði meindýraeyðirinn mér að hann hefði haldið með þessari fjörugu stúlku, henni Silvíu, en sagðist óttast að þessir tveir skuggalegu menn sem voru með henni væru í dópi. Og hafi slæm áhrif á stúlkuna. Hann tiltók, máli sínu til stuðnings, að annar þessara manna hefði alltaf verið að hringja í Silvíu þegar hún var í viðtali í Kastljósinu, hún hefði hreinlega ekki fengið nokkurn frið. Áhyggjur af velferð Silvíu í þessum vafasama félagsskap virtust leggjast nokkuð þungt á gamla manninn. Mér rann það til rifja, en samt ekki nóg til að segja honum að Silvía væri bara Ágústa í búningi. Hvaða máli skiptir það svosem? Maður má nú velja sér áhyggjuefnin. Eða velja þau mann?
Kraftaverk
Í gær hífði ég mig upp úr heilaberkinum. Skúraði og bónaði svefnherbergisgólfið. Massa flott. Og elsku börnin mín eru hjá mér þessa viku og þrennir tónleikar í vændum þar sem þau troða upp:o)
sunnudagur, febrúar 19, 2006
Í fréttum er þetta helst
Líf mitt er ævintýri. Langar að deila með ykkur örfáum stiklum.
1. Lenti í kjánalegu slysi. Opnaði eldhúsgluggann minn rösklega (brussulega), en þá vildi ekki betur til en svo að ég klemmdi höndina í stormjárninu og væri þar enn föst ef Matti minn hefði ekki hjálpað mér að skrúfa stormjárnið af.
2. Fór tvisvar í bíó með mömmu í vikunni - hún lét eins og ég væri að gera henni greiða - en sannleikurinn er sá að mammsa gamla var bara að drífa dóttur sína út úr húsi. Takk elsku mamma, þú ert best! Og myndirnar voru frábærar, Mrs. Henderson og Brokeback mountain (sem er besta mynd sem ég hef séð í áravís).
3. Í vikunni lá ég löngum stundum undir sæng. Hlustaði mikið á tónlist. Keypti mér 10 nýja geisladiska. Í einni sængurlegunni hugsaði ég rosalega mikið um hvernig ég ætlaði að smella á mig gulu gúmmíhönskunum, láta renna vatn í fötu, skúra og síðan bóna svefnherbergisgólfið. Hugsaði þetta trekk í trekk og er ekki frá því að ég hafi fengið harðsperrur í heilabörkinn.
4. Fann silfurskottur í fínu íbúðinni minni. Á stefnumót við meindýraeyði í fyrramálið.
5. Damien Rice og Mugison eru snillingar.
Legg ekki meira á ykkur í bili.
1. Lenti í kjánalegu slysi. Opnaði eldhúsgluggann minn rösklega (brussulega), en þá vildi ekki betur til en svo að ég klemmdi höndina í stormjárninu og væri þar enn föst ef Matti minn hefði ekki hjálpað mér að skrúfa stormjárnið af.
2. Fór tvisvar í bíó með mömmu í vikunni - hún lét eins og ég væri að gera henni greiða - en sannleikurinn er sá að mammsa gamla var bara að drífa dóttur sína út úr húsi. Takk elsku mamma, þú ert best! Og myndirnar voru frábærar, Mrs. Henderson og Brokeback mountain (sem er besta mynd sem ég hef séð í áravís).
3. Í vikunni lá ég löngum stundum undir sæng. Hlustaði mikið á tónlist. Keypti mér 10 nýja geisladiska. Í einni sængurlegunni hugsaði ég rosalega mikið um hvernig ég ætlaði að smella á mig gulu gúmmíhönskunum, láta renna vatn í fötu, skúra og síðan bóna svefnherbergisgólfið. Hugsaði þetta trekk í trekk og er ekki frá því að ég hafi fengið harðsperrur í heilabörkinn.
4. Fann silfurskottur í fínu íbúðinni minni. Á stefnumót við meindýraeyði í fyrramálið.
5. Damien Rice og Mugison eru snillingar.
Legg ekki meira á ykkur í bili.
föstudagur, febrúar 17, 2006
10 ára planið mitt
1. Kaupa sundblöðkur
2. Taka saman ljóðin mín
3. Sjá vesturströnd Ameríku (bæði Bandaríkjamegin og Kanadamegin)
4. Njóta hverrar stundar sem ég á með börnunum mínum, því þau eru best í heimi
5. Læra ítölsku, spænsku eða frönsku
6. Smakka ostrur
7. Sjá Herðubreiðarlindir, Langasjó og Strandir
8. Læra á dvd spilarann
9. Njóta augnabliksins, lifa lífinu lifandi
10. Fara á skíði
2. Taka saman ljóðin mín
3. Sjá vesturströnd Ameríku (bæði Bandaríkjamegin og Kanadamegin)
4. Njóta hverrar stundar sem ég á með börnunum mínum, því þau eru best í heimi
5. Læra ítölsku, spænsku eða frönsku
6. Smakka ostrur
7. Sjá Herðubreiðarlindir, Langasjó og Strandir
8. Læra á dvd spilarann
9. Njóta augnabliksins, lifa lífinu lifandi
10. Fara á skíði
miðvikudagur, febrúar 15, 2006
Að ná ekki upp í að vera leiðinlegur
Síðdegis teygði ég makindalega úr mér í heita pottinum, lygndi aftur augunum og lét daginn seytla út í klórmengað vatnið. Við hlið mér settust stutta stund tveir 11-12 ára guttar og spjölluðu saman. Það litla brot sem ég heyrði var einhvern veginn svona.
Hrokkinkollur: Hei, tölum um alla leiðinlegu strákana í bekknum.
Ljóski: Já, kúl. Eins og Gunni.
Hrokkinkollur: Nei, hann er bara gaur sem er til.
Þetta fannst mér merkilegt. Þarna voru þeir að ræða um bekkjarfélaga sem náði ekki einu sinni upp í þá stöðu að teljast með "leiðinlegu strákunum". Ég fann sárt til með Gunna og vona svo sannarlega að eftirmæli mín verði ekki:
Beta. Bara kona sem var til.
Hrokkinkollur: Hei, tölum um alla leiðinlegu strákana í bekknum.
Ljóski: Já, kúl. Eins og Gunni.
Hrokkinkollur: Nei, hann er bara gaur sem er til.
Þetta fannst mér merkilegt. Þarna voru þeir að ræða um bekkjarfélaga sem náði ekki einu sinni upp í þá stöðu að teljast með "leiðinlegu strákunum". Ég fann sárt til með Gunna og vona svo sannarlega að eftirmæli mín verði ekki:
Beta. Bara kona sem var til.
þriðjudagur, febrúar 14, 2006
mánudagur, febrúar 13, 2006
Fór í sund
og synti minn kílómetra. Segi þetta drýgindalega, en sannleikurinn er sá að ég hef ekki farið í sund síðan ég flutti í næsta hús við Laugardalslaugina (rúmir 3 mánuðir síðan).
Sem ég synti, hugsaði ég um nothæfar pikköpplínur. Svona ef ég skyldi nú einhvern tímann fara út úr húsi á ný. Fann upp þessar:
1. Hæ, ertu búinn að fara í ófrjósemisaðgerð?
2. Hvað kanntu mörg orð í klingonsku?
3. Ertu fýlupúki?
4. Má bjóða þér í glas?
5. Hver er kærasta minning þín um Kákasusgerilinn?
6. Hvar varstu þegar forseti Bandaríkjanna var skotinn? (nei, ég var nú reyndar ekki að tala um Lincoln)
Endilega bætið í safnið, ef þið lumið á nothæfum línum fyrir dömur eins og mig. Segið mér líka ef einhver þarna er alveg vonlaus.
Sem ég synti, hugsaði ég um nothæfar pikköpplínur. Svona ef ég skyldi nú einhvern tímann fara út úr húsi á ný. Fann upp þessar:
1. Hæ, ertu búinn að fara í ófrjósemisaðgerð?
2. Hvað kanntu mörg orð í klingonsku?
3. Ertu fýlupúki?
4. Má bjóða þér í glas?
5. Hver er kærasta minning þín um Kákasusgerilinn?
6. Hvar varstu þegar forseti Bandaríkjanna var skotinn? (nei, ég var nú reyndar ekki að tala um Lincoln)
Endilega bætið í safnið, ef þið lumið á nothæfum línum fyrir dömur eins og mig. Segið mér líka ef einhver þarna er alveg vonlaus.
Leiðinlegasta
samskiptaform í heimi, og jafnframt það óheppilegasta, er að vera fúll og sprengja þann sem fýlan beinist að (og alla í kring) í loft upp.
Næst leiðinlegasta samskiptaform í heimi er að fara í fýlu. Þá lætur fýlugeri (fýluberi) sem fýluþegi sé ekki til. Svínvirkar í barnauppeldi, er mér sagt, en ég hef aldrei verið nógu tjáningarheft eða þolinmóð til að beita þessari aðferð. Nota frekar ítölsku aðferðina og æpi úr mér ólundina með handapati. Skelli nokkrum hurðum. Búið mál.
Mér leiðast fýlupúkar.
Næst leiðinlegasta samskiptaform í heimi er að fara í fýlu. Þá lætur fýlugeri (fýluberi) sem fýluþegi sé ekki til. Svínvirkar í barnauppeldi, er mér sagt, en ég hef aldrei verið nógu tjáningarheft eða þolinmóð til að beita þessari aðferð. Nota frekar ítölsku aðferðina og æpi úr mér ólundina með handapati. Skelli nokkrum hurðum. Búið mál.
Mér leiðast fýlupúkar.
laugardagur, febrúar 11, 2006
Fyrsti í afmæli
búinn. Mikið eru 10-11 ára strákar skemmtilegt fólk. Farið var í pakkaleik og spurningakeppni sem bræðurnir stjórnuðu af röggsemi. Ótrúlegt hvað þessir pjakkar vita margt. Liðin fræknu gátu svarað næstum öllum spurningunum. Vissu þó ekki svarið við þessari: Hvað heitir höfuðborg Færeyja? (svar: Helsinki). En þeir vissu hver var ríkasti maður heims, hvernig táknið fyrir "óendanlegt" er, hvert er fyrsta boðorðið og hvaða fyrirtæki framleiðir X-box. Hraðaspurningum, bjölluspurningum og vísbendingaspurningum var bombarderað á liðin og ekki stóð á svörum. Held bara að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni með svona áhöfn um borð. O nei.
Á morgun er annar í afmæli. Þá kemur stórfjölskyldan og fleiri góðir vinir. Gaman. En engin spurningakeppni verður í boði, bara kaffi og meððí. O sei sei já.
Á morgun er annar í afmæli. Þá kemur stórfjölskyldan og fleiri góðir vinir. Gaman. En engin spurningakeppni verður í boði, bara kaffi og meððí. O sei sei já.
föstudagur, febrúar 10, 2006
Berdreymin?
Stundum er ég vísindamaður og vísa öllu húmbúkki á bug. Stundum efast ég um raunheiminn og trúi á drauma.
Í fyrrinótt dreymdi mig sterkan draum um bróður minn og mikið af ljótu illgresi sem stóð uppúr malbiki. Ég reyndi að toga svera arfastönglana upp úr jörðinni, en þá hreyfðist malbikslagið allt með. Bróðir minn stóð þögull hjá.
Fletti áðan upp þessum táknum.
Ráðning draumsins
Nafn bróður míns: Fyrirboði ósættis.
Illgresi: Fyrirboði brostinna vona.
Og nú er ég að fara til tannlæknis því ég er með tannpínu. Legg ekki meira á ykkur elskurnar mínar.
Í fyrrinótt dreymdi mig sterkan draum um bróður minn og mikið af ljótu illgresi sem stóð uppúr malbiki. Ég reyndi að toga svera arfastönglana upp úr jörðinni, en þá hreyfðist malbikslagið allt með. Bróðir minn stóð þögull hjá.
Fletti áðan upp þessum táknum.
Ráðning draumsins
Nafn bróður míns: Fyrirboði ósættis.
Illgresi: Fyrirboði brostinna vona.
Og nú er ég að fara til tannlæknis því ég er með tannpínu. Legg ekki meira á ykkur elskurnar mínar.
Ég hef aldrei skilið þetta fyrr en nú.
Vís vinur minn norðan heiða ljáði mér eyra. Þar á ég sannarlega hauk í horni. Hann sendi mér m.a. þetta brot úr Spámanninum, sem ég hef aldrei skilið fyrr en akkúrat núna. Ekkert er nýtt undir sólinni.
Þá sagði Almítra: Hvað er ást?
Og hann leit upp og horfði á fólkið, og það varð djúp þögn.
Hann sagði:
Þegar ástin kallar þig, þá fylgdu henni, þótt vegir hennar séu brattir og hálir.
Og láttu eftir henni, þegar vængir hennar umvefja þig, þótt sverðið, sem falið er í
fjöðrum þeirra, geti sært þig.
Og þegar hún talar til þín, þá trúðu á hana.
Þó að rödd hennar kunni að eyða draumum þinum, eins og norðanvindur, sem
leggur garð þinn í auðn.
Því að eins og ástin krýnir þig, eins mun hún krossfesta þig.
Eins og hún teygir arma sína upp í trjákrónuna og gælir við mýkstu laufin, sem titra
í sólskininu, eins mun hún seilast niður og losa þau bönd, sem binda þær jörðinni.
Hún safnar þér til sín eins og kornbundinum.
Hún þreskir þig, þar til þú verður nakin.
Hún sáldar þig frá hismi þínu.
Hún malar þig hvíta.
Hún hrærir þig, uns þú verður auðmjúk.
Og síðan leggur hún þig í helgan eld og gerir þig að brauði hinnar helgu kvöldmáltíðar.
Allt þetta mun ástin gera við þig, til þess að þú megir þekkja leyndardóma hjarta
þíns og þannig verða brot af hjarta lífsins......
Þá sagði kona ein: Talaðu við okkur um gleði og sorg.
Og hann svaraði:
Sorgin er gríma gleðinnar.
Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum.
Og hvernig ætti það öðruvísi að vera?
Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manna, þeim mun meiri gleði
getur það rúmað.
Er ekki bikarinn, sem geymir vín þitt, brenndur í eldi smiðjunnar?
Og var ekki hljóðpípan, sem mildar skap þitt, holuð innan með hnífum?
Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það,
sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess sem var gleði þín.
Sum ykkar segja:
"Í heimi hér er meira af gleði en sorg," og aðrir segja:
"Nei, sorgirnar eru fleiri."
En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þegar önnur
situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu.
Þú vegur salt milli gleði og sorgar.
Jafnvægi nærð þú aðeins á þínum dauðu stundum.
Þá sagði Almítra: Hvað er ást?
Og hann leit upp og horfði á fólkið, og það varð djúp þögn.
Hann sagði:
Þegar ástin kallar þig, þá fylgdu henni, þótt vegir hennar séu brattir og hálir.
Og láttu eftir henni, þegar vængir hennar umvefja þig, þótt sverðið, sem falið er í
fjöðrum þeirra, geti sært þig.
Og þegar hún talar til þín, þá trúðu á hana.
Þó að rödd hennar kunni að eyða draumum þinum, eins og norðanvindur, sem
leggur garð þinn í auðn.
Því að eins og ástin krýnir þig, eins mun hún krossfesta þig.
Eins og hún teygir arma sína upp í trjákrónuna og gælir við mýkstu laufin, sem titra
í sólskininu, eins mun hún seilast niður og losa þau bönd, sem binda þær jörðinni.
Hún safnar þér til sín eins og kornbundinum.
Hún þreskir þig, þar til þú verður nakin.
Hún sáldar þig frá hismi þínu.
Hún malar þig hvíta.
Hún hrærir þig, uns þú verður auðmjúk.
Og síðan leggur hún þig í helgan eld og gerir þig að brauði hinnar helgu kvöldmáltíðar.
Allt þetta mun ástin gera við þig, til þess að þú megir þekkja leyndardóma hjarta
þíns og þannig verða brot af hjarta lífsins......
Þá sagði kona ein: Talaðu við okkur um gleði og sorg.
Og hann svaraði:
Sorgin er gríma gleðinnar.
Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum.
Og hvernig ætti það öðruvísi að vera?
Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manna, þeim mun meiri gleði
getur það rúmað.
Er ekki bikarinn, sem geymir vín þitt, brenndur í eldi smiðjunnar?
Og var ekki hljóðpípan, sem mildar skap þitt, holuð innan með hnífum?
Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það,
sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess sem var gleði þín.
Sum ykkar segja:
"Í heimi hér er meira af gleði en sorg," og aðrir segja:
"Nei, sorgirnar eru fleiri."
En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þegar önnur
situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu.
Þú vegur salt milli gleði og sorgar.
Jafnvægi nærð þú aðeins á þínum dauðu stundum.
fimmtudagur, febrúar 09, 2006
miðvikudagur, febrúar 08, 2006
mánudagur, febrúar 06, 2006
Leiðarvísir í ástamálum
eftir Ingimund gamla og Madömu Tobbu er endurútgefið rit frá þriðja áratug síðustu aldar sem ég mæli eindregið með. Fékk þessa þénugu handbók í afmælisgjöf frá dóttur minni, sem hefur greinilega nef fyrir þörfum móður sinnar. Í þessum pésa má m.a. lesa hvernig kona kallar fram fallegt bros án þess að mynda hið illræmda "reykvíska veiðibros". Margt ber að varast þegar kona vill sýna karlmanni áhuga: "Augna-daður er ljótt og ósiðsemis-einkenni." "En það er eins með brosið og augnaráðið, að of mikið má af því gera að brosa, og síbrosandi kona er þreytandi." "Til þess að geta orðið yndisleg í augum karlmanna, verður þú að vanda klæðnað þinn og þrifnað, því að óþrifin kona er andstyggð siðaðra manna".
Held ég verði í góðum málum þegar ég er búin að lesa bókina spjalda á milli. Hlýt að finna mann sem vill mig, þegar ég er búin að læra að brosa og horfa hæfilega mikið og vanda þrifnaðinn. Svei mér þá.
Legg ekki meira á ykkur.
Held ég verði í góðum málum þegar ég er búin að lesa bókina spjalda á milli. Hlýt að finna mann sem vill mig, þegar ég er búin að læra að brosa og horfa hæfilega mikið og vanda þrifnaðinn. Svei mér þá.
Legg ekki meira á ykkur.
laugardagur, febrúar 04, 2006
Beta skilur ekki baun
1. Af hverju verður rauðkál blátt þegar maður lætur renna á það vatn?
2. Af hverju býr fólk til tölvuvírusa og orma?
3. Hver er tilgangurinn með feimni?
4. Af hverju er leiðinleg lykt úr naflanum?
5. Til hvers eru framsóknarmenn?
6. Hví er kampavín svo gott?
7. Af hverju æsir fólk sig svona yfir handbolta?
8. Hvers vegna er Héðinn ekki búinn að kenna mér brjóstaleikinn "stífar hendur"?
9. Skák er hundgamall leikur byggður á hernaðarlist (karlar að berjast). Af hverju er drottningin þá sterkasti taflmaðurinn?
10. Af hverju er mismunandi konuhnepping og karlahnepping (tölurnar ýmist hægra eða vinstra megin á flíkinni)?
2. Af hverju býr fólk til tölvuvírusa og orma?
3. Hver er tilgangurinn með feimni?
4. Af hverju er leiðinleg lykt úr naflanum?
5. Til hvers eru framsóknarmenn?
6. Hví er kampavín svo gott?
7. Af hverju æsir fólk sig svona yfir handbolta?
8. Hvers vegna er Héðinn ekki búinn að kenna mér brjóstaleikinn "stífar hendur"?
9. Skák er hundgamall leikur byggður á hernaðarlist (karlar að berjast). Af hverju er drottningin þá sterkasti taflmaðurinn?
10. Af hverju er mismunandi konuhnepping og karlahnepping (tölurnar ýmist hægra eða vinstra megin á flíkinni)?
miðvikudagur, febrúar 01, 2006
Leiðbeiningarstöð húsmæðra - baunadeild
Í IKEA má fá heita máltíð í aðlaðandi og afslöppuðu umhverfi.
Grænmetisbuff með sykurbaunum, graslaukssósu og kúskús (prófað af baun, 3 stjörnur): kr. 290.-
Sænskar kjötbollur, 10 stk. og meðlæti: kr. 490.-
Lax og meððí: kr. 490.-
Hakk og spaghettí: kr. 290.-
Skráð af baun með baunabuff í maga. Hagkvæmt og bragðgott.
Grænmetisbuff með sykurbaunum, graslaukssósu og kúskús (prófað af baun, 3 stjörnur): kr. 290.-
Sænskar kjötbollur, 10 stk. og meðlæti: kr. 490.-
Lax og meððí: kr. 490.-
Hakk og spaghettí: kr. 290.-
Skráð af baun með baunabuff í maga. Hagkvæmt og bragðgott.
Kvóts.
Er að velta fyrir mér stórum spurningum um lífið. Finnst þá gott að lesa ljóð og spakleg mæli. Fann þessi:
Three passions, simple but overwhelmingly strong, have governed my life: the longing for love, the search for knowledge, and unbearable pity for the suffering of mankind.
Bertrand Russell, Autobiography
British author, mathematician, & philosopher (1872 - 1970)
In science as in love, too much concentration on technique can often lead to impotence.
P. L. Berger
Eitt vísdómskorn frá vini mínum (sem hann hafði eftir einhverju gáfumenninu) rímar vel við lífsspeki mína:
Að reyna að skilja ljóð með því að kryfja það er eins og að kryfja frosk. Froskurinn drepst.
Legg ekki meira á ykkur.
Three passions, simple but overwhelmingly strong, have governed my life: the longing for love, the search for knowledge, and unbearable pity for the suffering of mankind.
Bertrand Russell, Autobiography
British author, mathematician, & philosopher (1872 - 1970)
In science as in love, too much concentration on technique can often lead to impotence.
P. L. Berger
Eitt vísdómskorn frá vini mínum (sem hann hafði eftir einhverju gáfumenninu) rímar vel við lífsspeki mína:
Að reyna að skilja ljóð með því að kryfja það er eins og að kryfja frosk. Froskurinn drepst.
Legg ekki meira á ykkur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)