sunnudagur, janúar 15, 2006

Upprisukomment mánaðarins.

Frestur til að skila inn tillögum um upprisukomment janúarmánaðar hefur verið framlengdur um einn sólarhring. Dómnefnd þarf meiri tíma til að ígrunda þær vönduðu athugasemdir sem inn hafa streymt. Andi baunar er upplyftur og jafnvel upprisinn.

Það skal hér með upplýst að verðlaun fyrir upprisukomment mánaðarins er kvæði um sendandann, bragarháttur sniðinn að persónuleika og útlitseinkennum verðlaunahafa.

Spennan magnast. Enn er hægt að senda inn gleðivekjandi athugasemdir. Bræður mínir og systur - finnum nú enn fleiri ástæður til að fara framúr á morgnana. Hversu erfitt getur það verið?

Engin ummæli: