mánudagur, janúar 09, 2006

Himnatár.

Mætti halda að himnarnir séu að ganga í gegnum skilnað, svo mikið hafa þeir grátið undanfarið.

Fína íbúðin mín heldur heldur ekki vatni. Vatn drýpur úr lofti og flæðir úr gluggum í stofunni. Málningin bólgin og krumpuð á víxl, pottar, vaskaföt og skálar úti um öll gólf. Og dripp-dropp heldur vöku fyrir dótturinni viðkvæmu (sem setti sokkavöndul upp á rönd í eina skálina til að dempa hljóðið).

Minnir mig á vísu sem ég lærði sem barn - allt sem í henni kemur fram hef ég nú upplifað:

Dropar detta á minn koll
dropar detta oní poll
dropar detta allt í kring
og dinga-linga-ling.

Ég hef ekkert grátið enn af þessum sökum, bara bölvað soldið. Ekki á flóðið bætandi.

Engin ummæli: