Fór fyrir allnokkru í jarðarför, eða "gróðursetningu" eins og fjögra ára frændi minn kallar það,  og þá varð til þessi pæling.  Finnst ykkur ekki annars fallegra að vera gróðursett en jarðsett?  Það finnst mér að minnsta kosti.
Jarðarför
hvít kista utan um 
hvíthærðan mann
blómsveigar
brak í hörðum bekkjum
presturinn lofar 
niðurlútum kirkjugestum
að hinn látni muni aftur upp rísa
sé útundan mér
eitt grátt hár
liggja grafkyrrt og stíft
á lúinni fjöl 
í þessu eina hári
lykill að manni
lokaður inni 
í gráu hári
á kirkjubekk
 
 
Engin ummæli:
Skrifa ummæli