mánudagur, janúar 02, 2006

Hvort er...

ástin þráhyggja eða fíkn?

Eða er hún kannski eitthvað allt annað? Fólk rembist við að skilgreina þetta fyrirbæri, en ég held að ekki sé hægt að skilja ást, frekar en það er hægt að skilja ilmandi birki, flauelsmjúkan barnsvanga eða hverfult andartak djúprar gleði. Skiljum við betur hvað rós er ef við lesum 200 síðna úttekt á efnafræðilegri samsetnigu hennar? Nei, má ég þá heldur biðja um Gertrude Stein.

Vís húsvörður sem ég þekkti einu sinni, hann Víglundur sálugi, sagði oft: maður þarf ekki að skilja allt.

Það er bara alveg rétt hjá honum.

Engin ummæli: