föstudagur, janúar 13, 2006

Fullt tungl,

föstudagurinn 13.´

ÖMURLEGUR dagur. Þori ekki að taka dýpra í árinni, því lengi getur vont versnað. Og ef þessi vondi dagur versnar þá get ég nú bara farið að pakka saman.

En...
nú verður nýstárlegum leik hrundið af stað. Upplífgunarsamkeppni. Í fyrsta sinn á Íslandi. Leikreglur eru einfaldar. Þið eigið að segja (eða gera) eitthvað sem lyftir anda mínum og jafnvel munnvikum. Glæsileg verðlaun í boði.

Úrslit verða gerð heyrinkunn á sunnudag. Endilega spreytið ykkur á að finna eitthvað sem baun getur glaðst yfir.

Áfram félagar, koma svo!

Engin ummæli: