mánudagur, janúar 23, 2006

Merkilegt...

að breskur fræðimaður hafi fundið út að dagurinn í dag sé ömurlegasti dagur ársins. Vísindalega sannað. Reglan er sú að "ömurlegasti dagur ársins" sé sá mánudagur sem næstur er 24.janúar. Ég þekki snilling sem á afmæli þennan dag - hana Vilborgu. Hún er reyndar pínu seinheppin, ljóshærð og lágvaxin, en ekkert ömurlegt tengi ég við hana og hennar ágæta afmælisdag 24.janúar. Hún er bara frábær! Til hamingju með afmælið Vilborg mín:-)

Engin ummæli: