Tempóið er sérstakt þegar maður er ekki með börnin. Dreif mig ekki einu sinni í uppvask í gær, þótt nægan hefði ég tímann. Ég tók bara tímann, fyrst hann var minn, og sóaði honum. Honum var alveg sama.
Skellti mér svo í bíó seint í gærkvöldi. Sá franska mynd sem var - tímasóun.
Það skiptast á vikur þar sem ég hef tíma og börn. Þetta venst og mér er farið að finnast lífið harla gott. Svei mér þá.
Einu upprisukommenti hafði ég fastlega reiknað með í keppninni (frá ákveðnum aðila). Það er svona, "lífið er ekki bara leikur, heldur líka dans á rósum."
Góðar stundir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli