þriðjudagur, janúar 03, 2006

Mamma

gaf mér brún leðurstígvél. Ótrúlega flott. Fór á útsölur með henni og það var svo gaman. Svo fór ég heim til foreldrasettsins og fékk kjúkling sem pabbi eldaði af snilld. Mamma og pabbi eru frábær.

Keypti annars ýmis fataplögg á útsölunum, já og alveg sjálf. Fátt var orðið eftir í skápunum mínum sem passaði (lesist réttlæting fyrir eyðslu) vegna áhrifaríkasta megrúnarkúrs í heimi. Skilnaðarkúrnum. Mæli samt ekki sérstaklega með þessum kúr, hann er harkalegur.

En nú ætla ég út á lífið í nýju fötunum. Leikhúsferð plönuð, búið að bjóða mér í partí um helgina og bara stuð og stemning. Það er líka tími til kominn að ég hunskist út úr húsi.

Engin ummæli: