fimmtudagur, janúar 05, 2006

Nú ætlar kerlan...

hún Beta aldeilis út á lífið. Matarboð og þrettándagleði hjá Steinunni bestufrænku og á laugardaginn djammkvöld með sómakærri giftri vinkonu, sem dregin verður á "singles barina". Mér skilst að Thorvaldsens bar sé vænlegasti veiðistaðurinn. Tvíeykið frækna, Þóra þrusugella og Beta beib, ætlar aldeilis að sletta úr klaufunum.

Legg ekki meira á ykkur.

Engin ummæli: