helgin, vissulega. Við fengum til okkar góða gesti á laugardagskvöldið, Magga og Þóru. Í raun er einstakt að eiga svona góða vini sem maður getur gleymt sér með heila kvöldstund og tíminn bara flýgur hjá. Sannarlega eitthvað til að vera þakklátur yfir.
Löbbuðum á Helgafell við Kaldársel með Jóni bróður og Möggu á sunnudaginn í blíðskaparveðri. Það var óhemju skemmtilegt og furðu margir að potast upp fjallið, þrátt fyrir snjóinn. Mæli með göngu á Helgafellið - þetta er létt og skemmtileg ganga og það er nú bara 340 m hátt og aldrei neitt voðalega bratt (aðeins mismunandi flatt).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli