miðvikudagur, apríl 06, 2005

Æ, æ..

ég er búin að vera svo reið undanfarið en nú hef ég ákveðið að hætta því. Það er ekki eins og maður geti stjórnað því hvernig aðrir hugsa, eða breytt fordómum fólks. Sumir vilja ekki sannleikann, bara troða öllu inn í fastmótað hugmyndakerfi og gefa sér alltaf niðurstöðuna fyrirfram. Held að allflestir "flokkshollir" hugsi á svoleiðis brautum, þeir sjá og heyra það sem þeir vilja (og það sem passar inn í rúðustrikaðan heilann á þeim). Mér er nokk sama hvort þeir eru til hægri eða vinstri, held hreinlega að flokkspólitísk hugsun eyðileggi færni fólks til að hugsa sjálfstætt og vega og meta atburði, menn og málefni. Ég fagna því að vera og hafa alltaf verið pólitískt viðrini. Ef við vindhanarnir og viðrinin í pólitík stofnum flokk - verðum við þá líka svona óskaplega þröngsýn? Sennilega. En slagorð okkar verður: Sammála síðasta ræðumanni (nema hann sé alveg óskaplega vitlaus, þá hlæjum við hátt og stórkarlalega).

Engin ummæli: