þriðjudagur, apríl 19, 2005

Framlag Hússtjórnarskólans...

í Hallormsstað í söngkeppni framhaldsskólanna 2005 er frumsamið (lag og texti) af tveimur nemendum og er svona:

Vefnaðarkennarinn

Ég var ástfangin
í fyrsta sinn
en maðurinn
var kennari.

Ég var í vefnaði
er hann kom til mín
og sagði mér
"ég er lofaður".

Í vefnaði
sem ég hataði
ég vildi drepa mig
- vefnaðarkennarinn.

Hér sit ég ein
með bandinu
ef ég fæ hann ei
fær enginn mig

í myrkrinu
allt er ömurlegt
ó kenndu mér
í vefnaði

ég vef bandinu
um hálsinn minn
ég vil fara burt
úr lífinu

a-úúúú..
o-úúú..

Af hverju vill kennarinn mig ekki?
Hann á bara eftir að uppgötva að hann elskar mig
hvað með það þó hann eigi konu
það er engin hindrun
það er bara töf.

Í vefnaði
sem ég hataði
ég vildi drepa mig
- vefnaðarkennarinn.

Kennarinn
kom hlaupandi
að losa mig
hann elskar mig
Sigfinnur
þú ert kennarinn minn
taktu mig
heim með þér.

Í Mónópólí spilinu
ég skemmti mér
með Sigfinni.

Í spilinu
ég skemmti mér
með Sigfinni.

Vefnaðarkennarinn.

Engin ummæli: