mánudagur, apríl 18, 2005

Orðagetraun dagsins.

1.Bittinú.
2.Karnaður.
3.Vobeiða.
4.Martagl.

Kannast lesendur við þessi orð? Ég opnaði orðabók tilviljunarkennt á fjórum stöðum og renndi puttanum niður dálk þar til ég fann áhugavert orð á hverri opnu. Hvað þýða þessi orð? Gettu nú.

a)kynmök
b)ský
c)vera sem boðar óhamingju
d)lýsir gleðiblandinni undrun

Engin ummæli: