með hálsbólgu og hausverk. Fór í vinnuna í morgun, en varð frá að hverfa vegna lasleika. Ætla að reyna að hrista þetta af mér í dag, má ekki við því að liggja í pest.
Hjalti minn las upp úr myndasögu áðan þessa ágætu setningu: ef maður hefur engin rök, talar maður bara hærra. Ég ætla að lúra á þessari tilvitnun og nota hana í uppeldisskyni síðar meir. Grunar að þess verði ekki langt að bíða. Bræðurnir á heimilinu lenda nefnilega oft í réttnefndum hávaðarifrildum. Og enn hef ég ekki rekist á það fyrirbæri í heiminum sem drengirnir mínir geta ekki rifist um. Ekkert er of smátt eða ómerkilegt - allt getur orðið þeim að þrætuepli. Þeir leggja mikið upp úr því að hafa rétt fyrir sér, blessaðir englarnir mínir. Skemmtilegt hvað þeir eru líkir pabba sínum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli