laugardagur, apríl 09, 2005

Tiltekt...

getur leynt á sér. Mæli hjartanlega með ísskápsþrifum sem þerapíu. Dreif mig í þetta verk í morgun og það var bara eins og birti í sál minni með hverjum skítabletti sem hvarf og hverri útrunninni og myglaðri matvöru sem ég þeytti í ruslið. Skápurinn varð skínandi hreinn og bara næstum tómur á eftir, svei mér þá. Svo skelltum við Matti okkur í Bónus og ísskápurinn er núna fullur af góðum mat. Og sál mín er hreinni en hún var í gær.

Engin ummæli: