upp í góða veðrinu og fór í Smáralind. Í staðinn fyrir að gera eitthvað skynsamlegt, eins og t.d. að fara í fjallgöngu. En það er náttúrlega sígild skemmtun að troða sér í leppa í skelfilega þröngum mátunarklefum.
Í gærkvöldi þegar ég var að ganga frá eftir matinn hlustaði ég á gamla uppáhaldshljómsveit, Santana. Meistararnir í Santana eiga tvö af bestu lögum sem heyrst hafa, Black Magic Woman og Europa. Þetta eru gömul keleríslög frá mínum sokkabandsárum og koma mér alltaf í stuð, já, jafnvel stuð til að hamast við eldhússtörfin. Þið ættuð bara að sjá eldavélina núna - hún glóir og glitrar og skín og brosir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli