er afstæð og enginn getur skilgreint hana. Fegurð er þó vissulega eiginleiki sem liggur misvel fyrir fólki. Yngri systkini mín tvö hafa nokkrum sinnum verið beðin um að sitja fyrir í auglýsingum og reyndar mamma min líka. Enda eru þau öll fallegar og frábærar manneskjur. En nú kemur sorglegur kafli, viðkvæmir taki upp vasaklút: enginn, já ég endurtek - enginn - hefur beðið mig eða eldri bróður minn að leika í auglýsingu. Við Gunnar bróðir (og kannski pabbi líka) finnum fyrir höfnun af þessum sökum. Við erum litlu andarungarnir sem uxu úr grasi og - VOILA! - urðu bara endur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli