minn og félagar hans í skáksveit Laugalækjarskóla bæði Reykjavíkur- og Íslandsmeistarar grunnskóla. Æsispennandi einvígi var háð milli Rima- og Laugalækjarskóla í dag, til að skera úr um hvor skólinn hreppti Íslandsmeistaratitilinn. Í húfi var ferð til Danmerkur á Norðurlandamótið í haust. Matti og hinir fræknu félagar hans báru sigur úr býtum og hafa nú sankað að sér mörgum dollum, sem geymdar verða í Laugalækjarskóla um aldur og ævi. Frábært hjá strákunum og það þarf vart að taka fram að ég er afar stolt af syni mínum.
Svo þarf maður víst að fara að huga að fermingarundirbúningi - ég hef varla leitt hugann að bráðnauðsynlegum hlutum eins og servíettum, dúkum, veisluföngum, gestum, ljósmyndara o.fl. En við hjónin afrekuðum þó að kaupa garðhúsgögn í dag. Voða fín. Æ, þetta kemur allt með kalda vatninu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli