fimmtudagur, apríl 28, 2005

Kvefið...

kvelur mig og plagar. Er búin að snýta af mér kvarthluta nefsins, augun sokkin og heyri ekki hálfa heyrn. Svo tala ég með hljóm sem á fagmáli kallast "lokað nefmæli". Alltaf gaman að þessu.

Sem ég rita þessar línur æfir sonur minn sig á píanóið. Hann er að fara að taka 3.stigið og Ásta 6.stigið (á klarínettið). Mikill dugnaður í blessuðum börnunum og býsna öflug hljóðagerð á þessu heimili. Hugsa stundum til þess hversu undarlegt það verður þegar ungarnir eru flognir úr hreiðrinu - ætli maður umberi þögnina? Kannski syngjum við Pétur bara dúett þegar við erum farin að skrölta í skinnavirkjunum, í takt við ískrið í leisíbojunum...AARRRGH! Þarna var tilhugsun sem fékk hárin til að rísa á höfðinu.

Engin ummæli: