þriðjudagur, apríl 26, 2005

Svakalegt...

að vera með sandpappír í hálsinum (milligrófan) og hausverk. Langt síðan ég hef verið heima veik, sem betur fer. Búin að lesa öll dagblöðin (alveg ný upplifun) og ætti eiginlega að sinna einhverjum rólegum húsverkum. Húsverk - hausverk, þar liggur snurðan.

Veðrið er yndislegt og köngulærnar úti á verönd aldeilis komnar í ham. Um daginn stóð ég á veröndinni í 5 mínútur og talaði við mömmu í símann, svo þegar ég ætlaði inn aftur, þá gat ég varla hreyft mig fyrir næfurfínum þráðum sem festu mig við handriðið. Köngulærnar okkar eru undur verandar.

Engin ummæli: