þriðjudagur, mars 03, 2009

Raflífsgæði

Makalaust er þetta með mann. Í vinnunni er yfirleitt kolbrjálað að gera og þótt ég fái agnarpásur endrum og sinnum, þá kemst ég ekki á netið þar. Vinnustaðurinn minn lokar nefnilega fyrir aðgang að öllum "félagslegum síðum", en undir slíkt flokka þeir m.a. blogg, fésbók, ljóð.is og skak.is. Ekki orð meira um það.

Nú er ég búin að vera lasin heima í nokkra daga og hef haft ærinn tíma til að hanga á netinu, og lítinn kraft til annarra verka. Nýbúin að læra á fésbók og eins og allir vita margfjörudrukkinn og hæruskotinn bloggari. Óheft nethangsið skilar mér hins vegar heldur minni lífsgæðum en ég hefði búist við fyrirfram.

Held ég sé bara vanþakklátt frekjurassgat.

Engin ummæli: