þriðjudagur, mars 17, 2009

Brjáldeyfa

Hef verið vondauf undanfarið, smælandi stjórnmálamenn yfir og allt um kring, ljúgandi smjúgandi. Held ég sé ekki ein. Lesið þennan pistil, eða heitið hundar.

Eitt af því sem kröftuglega hefur dregið úr mér lífsviljann eru skoðanakannanir sem sýna ótrúlega útbreiddan stuðning við Sjálfstæðisflokkinn. Hvað er að? Er fólk strax búið að gleyma afrekum íhaldsins? Eigum við að fá sama fjárans bullið yfir okkur aftur? Hvað er það við lygina sem er svona heillandi?

Var búin að skrifa langan og armæðufullan pistil en ætla ekki að leggja hann á ykkur. Þið megið senda mér þurrkuð blóm eða pening í pósti í þakklætisskyni.

Kæru landar. Réttum um kúknum.

Engin ummæli: