mánudagur, mars 02, 2009

Ein angur

Mig langar að lifa á fiskinum í sjónum, blessuðu lambaketinu, skunda um völl í íslensku vaðmáli og rækta skessujurt og rabbarbara. Ganga á milli bæja og kenna horgemlingum að lesa og segja err, og bæta hvers kyns málhelti fyrir nokkrar paprikur, skreið og kótilettur.

Ég nenni ekki umheiminum.

Engin ummæli: