sunnudagur, mars 08, 2009

Fataspeki

Loksins tók ég til í fataskápnum. Það var intressant, ég komst að því að ég á 19 brjóstahaldara, 36 pör af nærbuxum og óteljandi sokka. Marga staka. Nokkra einstaka. Svo á ég fullan kassa (30x30x35) af sokkabuxum, háum nælonsokkum og leggings.

Minnir mig á sögu af vinkonu minni, en hún var einhverju sinni að vandræðast yfir því að hún ætti ekkert til að fara í þegar hún og kallinn voru á leið í leikhús. Eftir nokkurt þóf svipti eiginmaðurinn upp hurðinni að fataskápnum og sagði: Sjáðu, hér er fullur skápur af engu til að vera í.

Góðar stundir.

Engin ummæli: