þriðjudagur, mars 10, 2009

Af meintu suðleysi

Ég frestaði ellinni og fór í klippingu. Eina ferðina enn.

Talandi um skordýr. Um daginn keyptum við steinselju í potti. Hún er ágæt en flugnagerið sem fylgir plöntunni er óþolandi. Rækallans mor um alla íbúð, þvælast utan í manni uppáþrengjandi suðlausar örsmáar flugur. Ég er örugglega búin að gleypa 29 stykki í dag. Og nei, ég er ekki kamelbaun.

Samt er ég tungulipur.

Engin ummæli: