föstudagur, mars 20, 2009

Fliss nöktu konunnar

Ég fer stundum í sund. Um daginn varð ég vitni að hófstilltri sjálfsfróun í búningsklefanum, segi ykkur frá því seinna ef ég nenni.

Í sundferð minni í gærkvöld, stóðu tvær stúlkur um tvítugt í sturtu gegnt mér. Þær voru klæddar tígurmynstruðum bíkinípjötlum og ég heyrði að þær töluðu saman á ensku. Stígvéluð sturtukona arkaði þungbrýnd að stúlkunum, og skipaði þeim að baða sig án sundfata. Þær urðu kindarlegar og tístu óöruggar "don´t look" og toguðu svo brækurnar varlega niður um sig. Senuna hljóðskreyttu þær með flissi og píkuskrækjum, "oh, I´m naked, I´m naked, don´t look, I´m NAKED, OMG, I´m naked!" Eftir á að giska 20 sekúndna steypibað (sápa kom þar hvergi nærri) toguðu þær brækurnar upp aftur. Ekki fóru þær úr bikinítoppnum, heldur drógu hann aðeins fram og létu vatnið buna stutta stund milli bringu og bikinís.

Vandræðagangur hinna enskumælandi stúlkna yfir nekt fékk mig til að hugsa. Margt spaklegt.

Segi ykkur frá því seinna. Ef ég nenni.

Engin ummæli: