fimmtudagur, mars 12, 2009

Fjölmiðlasmiðja

Gráni minn er í góðu skapi. Hann fór á bílaspítala um daginn og líður miklu betur í startbotninum. Greyskinnið er hætt að sótbölva og skynjar súrefni eins og vindurinn. Til að taka svart af gráu splæsti ég svo í þrif hjá Fjölsmiðjunni.

Mæli með Fjölsmiðjunni. Öndvegisfyrirtæki.

Veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta undarlega kvennarifrildi í Kastljósinu, en það snýst um tísku og þá er ekki von að ég skilji baun.

Engin ummæli: