mánudagur, desember 22, 2008

Kærleikskveðjan

319.733 Íslendingar voru svo óheppnir að fá ekki jólakort frá mér í ár. Skil að þeir séu sárir. Ég er sjálf í þessum hópi og finn höfnunina hlaðast upp.

En...öllu vænu og góðviljuðu fólki óska ég gleðilegra jóla. Hinir mega eiga sig, t.d. skítalabbinn sem keyrði á stórum jeppa á fantahraða framhjá mér í dag og skvetti yfir mig flóðbylgju af drullu, krapi og bleytu þannig að ég stóð gegndrepa á gangstéttinni, sótbölvandi.

Borðum, drekkum og gleðjumst... þó ekki sé nema yfir því að þetta skítaár er að verða búið. Næsta ár verður vafalaust verra, men den tid, den sorg.

Friður, ást, feitir ostar og réttlæti!

Engin ummæli: