laugardagur, desember 06, 2008

Fallegar konur. Vont land.

Enn færri mættu í dag á mótmælin, ekki er hægt að kenna kuldanum um í þetta sinn. Fólk er trúlega farið að finna fyrir tilgangsleysi allra hluta, yfir okkur er valtað án þess við getum rönd við reist. Enginn tekur eftir því þótt heyrist lítið kvein. Hryllilega er þetta vond tilfinning. Held að engin þjóð eigi jafn þumbaralega, skilningsvana og ráðþrota ráðamenn og við. Hvert er andheiti orðsins næmur?

Ólygin sagði mér að Davíð Oddsson ætlaði framvegis að lesa fréttirnar á RÚV. Þið heyrðuð það fyrst hér.

Engin ummæli: