laugardagur, desember 13, 2008

Þögn er sama og þykkjuþung

Á leiðinni á mótmælin mættum við nokkrum glaðlegum manneskjum. Þær voru allar útlendingar. Með troðfulla innkaupapoka. Djöfulsins skítaland, hugsaði ég og arkaði snjóinn þung á brún. Svo þögðum við Hjálmar í 17 mínútur og störðum á Alþingishúsið. Mér fannst þetta snotur hugmynd, en ekki gátu allir þagað. Nokkrir sauðdrukknir vesalingar öskruðu nær stanslaust eitthvað um að þeir ætluðu sko ekki að borga meira og ýmislegt annað ekki sérlega áheyrilegt. Rónarnir eru sjálfsagt orðnir leiðir á að leggja til samfélagsins.

Fyrir framan okkur stóð ungur maður í úlpu og svaraði í farsímann hátt og snjallt: "Nei, nei, ég er bara hérna á þöglum mótmælafundi."

Get ég gefist upp á þjóðinni minni? Held að það sé ekki í boði.

Engin ummæli: