mánudagur, desember 08, 2008

Boys and their ljós

Minn elskulegi sambýlismaður kom með fremur fátt veraldlegra muna í búið; skrifborð, allnokkurt bókasafn, gamalt útvarp og magnað safn sækadelískra dúka og sængurfata. Nú nýlega dró hann úr pússi sínu grip sem vakið hefur ómælda aðdáun hjá öllum áhugamönnum um jólaskreytingar: ljósaseríu með átta, ég endurtek ÁTTA stillingar- og blikkmöguleikum. Dýrðin, dýrðin.

Engin ummæli: