fimmtudagur, desember 25, 2008

Börnin, bækur og hlýjar tær, best í heimi

Börn eru stórmerkileg og undurgóð fyrirbæri. Bara ef þið skylduð ekki vita það.

Vænst þótti mér um gjafirnar frá afkvæmunum þessi jól. Ásta gaf mér yndislegar bækur, þar af eina um menntamann með bláar tilfinningar. Matti gaf mér Engar smá sögur og Hjalti minn gaf mér skóna sína. Bókstaflega. Hann bjó til þæfða lopainniskó í vetur og hafði ég dáðst ákaflega að þessum skæðum, enda vönduð og hlý smíð. Haldiði að þeir hafi svo ekki dúkkað upp í jólapakkanum til mín?

Auk þess fékk ég stórskemmtilega myndasyrpu af systkinunum í jólagjöf, sem tengdadóttirin, hún María Anna, tók fyrir skömmu.

Meira hvað ég er stolt af þessum krökkum. Meira hvað ég er heppin.

Engin ummæli: