mánudagur, desember 01, 2008

Þjóðin sem úti frýs

Á ó-óskalistanum mínum er bókin Saga af forseta. Gefðu mér hana og ég veit að þú hatar mig.

Ég er svo pirruð á forréttindapakki þessa lands að mig langar að öskra. Stóð í skítakulda á Arnarhóli áðan og hlustaði enn eina ferðina á fínar ræður en það breytist ekki neitt, gerist ekki neitt, stjórnvöld hlusta ekki á þjóðina, þeim er sama um þjóðina. Valdhafar sitja í hlýjunni á meðan við frjósum og gölum á útifundum sem engu skila.

Á meðan Kvennalistinn var og hét kaus ég hann, það var áður en Ingibjörg Sólrún breyttist á skuggalegan hátt í Davíð. Nú eygi ég þá lausn að við fáum neyðarstjórn kvenna. Er vit í öðru?

Ég verð að trúa á eitthvað.

Engin ummæli: