mánudagur, desember 15, 2008

Horst allur


Nei, fyrirsögnin er ekki horstallur (efrivör?). Horst Tappert er dáinn, aðeins 85 ára gamall. Í huga mér ómar Aus der Reihe Derrick - stefið ástsæla, í moll.


Allar myndir sem ég fann af stórmenninu voru litlar. Því setti ég fjórar inn og á einni sést Klein, hliðardúddinn skondni, tilberi Tapperts.

Ó, að heimurinn væri uppskrúfaður, stífur, velmegandi og fyrirsjáanlegur eins og Derrick þáttur. Ó, að hetjan næði alltaf vondu köllunum og réttlætið sigraði. Ó, að tásíðir augnpokar kæmust aftur í tísku.

Ó, að mér liði ekki eins og Horst Tappert leit út.

Engin ummæli: