Mikið vona ég að síldin jafni sig.Ótalmargt fleira gáfulegt gæti ég sagt, en þessi kona er búin að því öllu og ef hún fer í pólitík þá hef ég eitthvað að kjósa.
Megi árið 2009 færa okkur miklar og góðar breytingar, minna rugl og meira réttlæti.
Mikið vona ég að síldin jafni sig.
Börn eru stórmerkileg og undurgóð fyrirbæri. Bara ef þið skylduð ekki vita það.
319.733 Íslendingar voru svo óheppnir að fá ekki jólakort frá mér í ár. Skil að þeir séu sárir. Ég er sjálf í þessum hópi og finn höfnunina hlaðast upp.
Nei, fyrirsögnin er ekki horstallur (efrivör?). Horst Tappert er dáinn, aðeins 85 ára gamall. Í huga mér ómar Aus der Reihe Derrick - stefið ástsæla, í moll.
Allar myndir sem ég fann af stórmenninu voru litlar. Því setti ég fjórar inn og á einni sést Klein, hliðardúddinn skondni, tilberi Tapperts.
Frá blautu barnsbeini hef ég undrast stórum hvers vegna fólk borgar hvítuna úr augunum fyrir vanlíðan steypta í postulín, einhverjar Bing og Crosby* snobbstyttur af ómálga börnum sem engjast um af sársauka. Verkin um verkinn bera dúlluleg nöfn: tannpína, magapína, höfuðverkur, eyrnaverkur. Já, hver hefur ekki lent í því að hlæja góðlátlega að eyrnaverk barnsins síns?

