Jamm. Þetta er mikið púl. Keypti mér sverfi-græju til að setja í borvélina, en úff hvað þetta gengur hægt. Er komin með undarlega kippi í handlegginn og "foreign-arm-syndrome" að auki. En þetta potast.
Ásta gaf mér bók áðan sem kætti mig ógurlega. Hún heitir Tærnar, spegill persónuleikans. Í henni má lesa grunnleiðbeiningar um táalestur. Vissuð þið t.d. að þeir sem hafa stórar stóru tær eru mjög málsnjallir og tala mikið og lengi? Bókina skrifar hollenskt par, ábyggilega ágætisfólk. "Í 15 ár rannsökuðu þau tær hvenær sem tækifæri gafst, í sundlaugum, á ströndinni, í gufuböðum...með tímanum gátu þau sýnt fram á að persónuleika og hegðun fólks mætti lesa úr tám þess." Ómetanlegan fróðleik má finna í þessu riti sem ætti að vera til á hverju heimili. Lýsingar á borð við "vel þroskuð framkvæmdatá", "snúin tengslatá", "tilfinningatá með mikilli óþolinmæði og flýti" og "hlutfallslega lítil, aðeins falin ótta-tá, horfir til baka", auðga og dýpka skilning okkar á mannlegu eðli.
Farið úr sokkunum og ég les ykkur eins og opna bók.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli