mánudagur, mars 12, 2007

Örlítill hjólbarði, mold og vottur af holræsi

Með tilkomu drullusokks á heimilið jukust vandræði baunar til muna. Eftir að hann hafði hamast á stíflunni (með mig ofaná), minnkaði rennsli í sturtubotni frá því að vera næstum ekkert niður í það að vera öfugt, þ.e. nú rennur brúnt skólp upp þegar maður lætur renna í vaskinn. Og megn holræsafnykur fyllir heimilið.

Þeir sem sáu tengingu við tvo liði síðustu færslu, þ.e. drullusokksleysi mitt og það að ég skuli sofa í miðju rúminu, vaða í villu og svíma.

Annað sem kemur málinu ekkert við - það er búið að skora á mig í vínsmökkun. Reyni því að gyrða upp um mig bragðlaukana og hunsa holræsalyktina.

Engin ummæli: